þriðjudagur, 28. júlí 2015

Gullregnið okkar eitraða

Gullregn er eitrað en ofboðslega falleg planta. Nú á ég ömmustrák sem er að verða eins árs og því eins gott að vakta litla manninn ef hann kemur í heimsókn. Þetta er  sagt um gullregnið á grein mbl árið 2005:



GULLREGN framleiðir efni (af flokki alkaloida) sem eru eitruð. Þau eru staðsett í berki og fræjum þó að öll plantan sé í raun eitruð. Eitrun getur komið fram sem sviði í munni, uppköst, niðurgangur, kaldur sviti, höfuðverkur, útvíkkuð sjáöldur, svimi og öndunarerfiðleikar. 

Talið er að einungis tvö fræ séu nóg til að framkalla eitrunareinkenni. Verið því á varðbergi ef gullregn er í grenndinni. Sjá nánar hér


Á Wikipedia fann ég þetta

Engin ummæli:

Skrifa ummæli