laugardagur, 31. mars 2012

Bergþóra aðstoðar ömmu

From Gróðurhúsið 31.3.2012
Hér eru myndir frá fræsetningu fyrir sumarblóm, gúrkur og tómata, papriku og vökvun dagsins. Vínberin að myndast, jarðarberin að koma og allt að gerast. Ég elska þennan tíma ársins. Með vorinu kemur heilsan mín aftur.
From Gróðurhúsið 31.3.2012

fimmtudagur, 15. mars 2012

Gróðurhúsið

Í dag hjálpaði Þórdís mér að hreinsa aðeins beðin og gólfið og svo settum við niður fræ.
Fremst til vinstri eru vínberjasprotar frá í fyrra og mandarínu/appelsínuplanta frá Gesti og eplasproti frá Æskukoti. Jarðaber skríða meðfram brúninni og Bergfléttan breiðir úr sér upp steypta vegginn.
Fyrir innan þetta settum við grænkál og sykurbaunir.

Í endanum verða svo tómatplönturnar en þegar til kom átti ég ekki fræ. Þarna eru inniplönturnar mínar og kryddjurt sem mig minnir að heiti Salvía. Þarna er líka stilkbeðja, steinselja og Aloe Vera jurtir. Mandarínu/appelsínuplanta teygir sig upp af fullum krafti.
Hægra megin fremst settum við spínat hjá tveim vínberjaplöntum sem ekkert gáfu af sér í fyrra. Leyfi þeim að spreyta sig núna annars verða þær látnar hverfa. Næst koma kirsuberjasteinar frá Gunnhildi og svo blanda af salati og einn bláberjarunni.
Rósin hægra megin fær að halda sér, tími ekki að henda henni út þó svo hún sé óttalega lússækin.
Vínberjaplantan teygir sig svo alveg inn í enda og ég reyndi að stýra vextinum á henni í fyrra. Hún er að byrja að taka við sér og nú þegar eru byrjaðir að koma "klasar"
Það var 27°C í gróðurhúsinu í dag á meðan við dunduðum okkur þar.