sunnudagur, 22. júní 2014

Spánarkerfill



Stinga upp hausinn, afhöfða plöntuna. Þarf ekki að taka alla rótina. Ef maður gerir þetta um leið og blöðin koma þá rotnar rótin. Fylgjast vel með næstu árin og afhöfða um leið og grænt gægist upp úr jörðinni. Þetta er ráð sem ég sá að Hafsteinn Hafliðason setti inn á Facebook grúppu

Lífrænar varnir

Líklega kominn tími til að birta þetta aftur vegna skordýra umræðunnar.
Lífrænar varnir
Sápa og sódavatn
0,8 lítrar vatn
0,1 lítri sódavatn
0,1 lítri græn- eða brúnsápa
Sápan er leyst upp í vatninu og sódavatninu bætt út í síðast. Hellt í brúsa og úðað yfir plönturnar.
Rauðspritt og parafínolía
1 lítri vatn
0,1 lítri parafínolía
1 teskeið rauðspritt
Olíunni og rauðsprittinu hrært saman við vatnið og úðað yfir plönturnar.