mánudagur, 9. maí 2016

Dagmar Hastrup og Moje Hammeberg

Á myndnum má sjá tvær sterkar rósir sem henta vel við sjávarsíðuna t.d, en sóma sér auðvitað vel hvar sem er. Þetta eru þær frú Dagmar Hastrup og Moje Hammeberg. Þær byrja yfirleytt að blómstra í júlí.Júlí og ágúst eru aðal blómgunartími runnarósa en þær geta blómstrað langt fram á haust.


 Dagmar Hastrup

Moje Hammeberg

Setti þær saman í beð við pallinn

laugardagur, 7. maí 2016

Lyfjajurt


Það eru til bæði blá bleik og hvít afbritði og blómstra mjög snemma. en vilja stækka mikið.

Júlíulykill og kúlulykill

Júlíulykill

Kúlulykill

miðvikudagur, 4. maí 2016

Frúarlykill/Árikla



Frúarlykill eða öðru nafni Árikla, Primula x auricula. Spennandi garðjurt með langa og spennandi sögu. Ótal tilbrigði eru til og áriklur voru í tísku meðal heldrafólks á hinum sk. viktoríutíma í Bretlandi. Menn kepptust við að safna, eiga eða búa til sem flest og fjölbreyttust afbrigði. Síðan voru settar upp sérstakar "áriklusýningar" í sérstökum "áriklu-leikhúsum" þar sem áriklunum var raðað upp til sýnis - sérhver planta í sínum potti. Þetta gaf linnulaust umræðuefni í teboðunum - svo að ekki þurfti að takast á við alvarlegri málefni - eins og til dæmis hungur, ómergð og ójafnrétti! -