miðvikudagur, 12. ágúst 2015

Lífrænar varnir fyrir gróðurhúsið

  • LÚS, ef hætta er á lús og hvítflugu, þá má nota skordýrasápu. 
  • HVÍTFLUGA dregst að skærum hlutum, svo flugnaspjöld í skærum litum geta komið að góðum notum.
  • LÚS, einnig eru ýmsir laukar hentugir til að fæla meindýr, skera þá niður og stinga innanum kryddplöntuna, líka er gott að rækta graslauk og hafa nálægt hinum jurtunum/plöntunum.

  • LÚS, ef lús er á jurtinni reyndu að smyrja Vaseline neðst á stilkana og lýsnar komast ekki upp eftir jurtinni.
  • LÚS, leggja sneið af hrárri kartöflu í pottinn. Lýsnar skríða á hana og þú hendir svo bara kartöflusneiðinni. Endurtaka í nokkra daga, eftir svona tvo til þrjá daga ætti allt að vera horfið.
  • SVEPPIR í/á jurtinni, matarsóti + vatn drepur sveppi.
  • MEINDÝR, vörn gegn meindýrum, skola plöntuna undir rennandi vatni reglulega.
  • SKORDÝR, Maxicrop og vatn saman og úða yfir laufin, fælandi fyrir skordýr og gefur áburð í leiðinni. 
  • SPUNAMAUR OG BLAÐLÚS, sítrónudropum, brúnsápu og vatni, úða gegn spunamaur og blaðlús.
  • BLAÐLÚS, brúnsápa og própanol (spritt) og vatn gegn blaðlús.
  • MYGLA, Anna Saari ráðleggur okkur að dusta matarsóda yfir moldina - það hjálpar oft með myglu
  • PÖDDUR, ráð við pöddum í kryddjurtum, 1 l. vatn, msk. grænsápu/brúnsápu og tsk. sítrónudropa, á viku fresti í þrjár vikur.
  • Anna Saari hefur sett niður flauelsblóm innan um kálplöntur - þau fæla - þetta hefur virkað ágætlega 
  • Vilmundur Hansen : Lífrænar varnir
    Sápa og sódavatn
    0,8 lítrar vatn
    0,1 lítri sódavatn
    0,1 lítri græn- eða brúnsápa
    Sápan er leyst upp í vatninu og sódavatninu bætt út í síðast. Hellt í brúsa og úðað yfir plönturnar.
  • Auður Sæmundsdóttir: ráð við lús -  Ég hef sett heil hvítlauksrif ofan í moldina hjá Hawairósunum mínum,sem voru þaktar lús .Síðan hef ég ekki þurft að hafa neinar áhyggjur..Virkaði vel hjá mér.
  • Ragnheiður Eyjólfsdóttir :  Hér í Þýskalandi láta menn brenninetlu liggja í vatni í garðkönnu eða fötu yfir nótt eða tvær og þá er maður víst komin með fínasta lúsaeyði, sem er þar að auki ekki skaðlegur fyrir umhverfið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli