fimmtudagur, 30. júlí 2015

Nýtt í garðinum


 

 Ýviður 'David' (Taxus baccata 'David') keyptur í Þöll í gær. Sígræn og vöxtur ársins ljós en dökknar svo . Setjum hana við fremsta ljósastaurinn, hægra megin við hliðið. 







þriðjudagur, 28. júlí 2015

Gullregnið okkar eitraða

Gullregn er eitrað en ofboðslega falleg planta. Nú á ég ömmustrák sem er að verða eins árs og því eins gott að vakta litla manninn ef hann kemur í heimsókn. Þetta er  sagt um gullregnið á grein mbl árið 2005:



GULLREGN framleiðir efni (af flokki alkaloida) sem eru eitruð. Þau eru staðsett í berki og fræjum þó að öll plantan sé í raun eitruð. Eitrun getur komið fram sem sviði í munni, uppköst, niðurgangur, kaldur sviti, höfuðverkur, útvíkkuð sjáöldur, svimi og öndunarerfiðleikar. 

Talið er að einungis tvö fræ séu nóg til að framkalla eitrunareinkenni. Verið því á varðbergi ef gullregn er í grenndinni. Sjá nánar hér


Á Wikipedia fann ég þetta

Umhverfisvænt og bráðdrepandi


Uppskrift 1 af blöndu til að drepa óþarfa gróður: 
3.8 lítrar edik
1 bolli fínt salt
1/4 bolli uppþvottalögur. 
Blandað saman og úðað yfir svæðið

Uppskrift 2:

5 lítrar edik
1 pakki fínt salt
1 bolli uppþvottalögur
Virkar strax, árangur sést eftir nokkra klukkutíma

sunnudagur, 26. júlí 2015

Stevia

Ég á Steviu í gróðurhúsinu og hefur hún lifað af einn vetur í gróðurhúsinu okkar.
Hér eru upplýsingar um jurtina

Jarðarber og mynta

Gaf smá af myntunni minni og fékk þrjú afbrigði/afleggjara


  1. hrokkinmynta
  2. eplamynta
  3. piparmynta


Fékk lika eina jarðaberjaplöntu sem heitir Elsanta. Spennandi viðbót. Fann grein og meðal annars stendur þetta hér: 
Elsanta dafnaði vel í upphituðu gróðurhúsi á Hvanneyri. Berin eru falleg og flokkast vel. Norðmennirnir Kvamme, T. og Bjelland B. (1992) telja hins vegar að Elsantaber séu ekki eins góð og ber af Glima, Jonsok og Senga-Sengana. Elsanta er mikið ræktað í upphituðum gróðurhúsum í Mið-Evrópu. Nú eru Norðmenn og Svíar að hefja slíka ræktun. Það hefur komið fram í fagritum frá Noregi að hugsanlega væri betra að rækta afbrigðið Korona í gróðurhúsunum en Elsanta, vegna þess að berin af Korona væru betri.

Urðarhnoðri frá Siggu systur

Hann fékk heiðursstað við grjótið hægra megin við hliðið í Brúarlandi. Ég fékk smá anga af þessari fallegu plöntu sem er búin að dreifa sér vel í grjótinu sem þau eru með við húsið. Vona að hann vaxi vel og dreifi sér kring um grjótið

Blómakaup

Þegar maður er leiður þá kaupa sumir sér sælgæti og sykur en ég kaupi blóm 
og tel það miklu hollara fyrir mig
 Þessi þekjujurt Berghnoðri skríður nú þegar um beðin hjá mér, mjög dugleg

Ég keypti eitt svona sem nefnist Dvergadrottning og sett við grjótið hægra megin við hliðið. Eg setti líka Urðarhnoðrann þarna. Grjótið er bráðskemmtilegt. Ofan á því er einhver mura, í hliðinni fór að vaxa stikilsberjaplanta og hún er það föst að ég næ henni ekki. Nú í vor kom svo burkni út úr hliðinni við hlið runnans. Ofan á grjótinu framan við muruna er svo einhver fjölær jurt með fjólubláum blómum. Á eftir að finna út hvað hún heitir. 

Vínlandsroði er dökkrauð þó hún sé út í grænt hér á myndinni og hana setti ég við stóra eininn minn og Hegginn sem eru hér við ljósastaur og utan um setti ég einn af hringjunum sem ég keypti í Set í fyrra. 

Ég hef nú alltaf kallað þessa Risavalmúa en svo heitir hún Tyrkjasól. Setti hana í beðið hjá Hansarós og Vestmannaeyjabaldursbrá og þekjujurtin þar er skriðrifs sem er að koma vel út þetta sumar

Breiðumispilinn setti ég í einn hringinn við fyrsta ljósastaurinn hér við stéttina. Spennandi að sjá hvernig honum gengur í vetur. Núna er hann með rauðum berjum og hvítum blómum, rosalega fallegur

Piparmyntu á ég nú þegar, hún skríður um allt við trékassann þar sem ég set úrgang. Búin að þurrka smá af henni til að nota í te í vetur. Tók þessa mynd til að sjá upplýsingar

Fékk smá af þessum hjá Siggu á Hrauni áðan. Hann heitir Urðarhnoðri eftir því sem fólk á FB síðunni segir. Rosa flott þar sem hún þakti grjótið og var rauð í graskantinum. Eg setti hana við hliðið við stóra grjótið. 



föstudagur, 24. júlí 2015

Þrenningarfjóla.

Fékk tvær hjá Guðrúnu og Hauki um daginn. Setti þær í beðið vinstra megin við hliðið, í nýja beðið okkar Bjartþórs sem við bjuggum til í fyrra. Hér eru upplýsingar um hana. 

fimmtudagur, 23. júlí 2015

23.júlí 2011 og 2015

Það er anski kalt sumar núna og Bóndarósin ekki farin að blómstra ennþá en hér fyrir neðan er fjögurra ára gömul mynd af sömu rós. Held bara að sumarið fæðist ekki í þetta sinn???




miðvikudagur, 22. júlí 2015

Bak við bílskúr

fann ég Vatnsbera, bleikan, bláan og fjólubláan og færði þá að götunni, framan við Fjallarifsið sem nú þýtur upp eins og enginn sé morgundagurinn. Því miður þá tók ég einhverja mynd af Google til að sýna blómin og fékk bágt fyrir hjá eiganda myndarinnar. 

sunnudagur, 19. júlí 2015

miðvikudagur, 15. júlí 2015

Gultoppur

Ég á Gultopp við stóra burknann minn. Sjá nánar hér

miðvikudagur, 8. júlí 2015

miðvikudagur, 1. júlí 2015

Grænkál

Ég á það í gróðurhúsinu mínu. Sjá nánar hér

Fjalldalafífill

Vex við hliðið hjá mér og er að verða ansi flottur. Sjá nánar hér