sunnudagur, 26. júlí 2015

Blómakaup

Þegar maður er leiður þá kaupa sumir sér sælgæti og sykur en ég kaupi blóm 
og tel það miklu hollara fyrir mig
 Þessi þekjujurt Berghnoðri skríður nú þegar um beðin hjá mér, mjög dugleg

Ég keypti eitt svona sem nefnist Dvergadrottning og sett við grjótið hægra megin við hliðið. Eg setti líka Urðarhnoðrann þarna. Grjótið er bráðskemmtilegt. Ofan á því er einhver mura, í hliðinni fór að vaxa stikilsberjaplanta og hún er það föst að ég næ henni ekki. Nú í vor kom svo burkni út úr hliðinni við hlið runnans. Ofan á grjótinu framan við muruna er svo einhver fjölær jurt með fjólubláum blómum. Á eftir að finna út hvað hún heitir. 

Vínlandsroði er dökkrauð þó hún sé út í grænt hér á myndinni og hana setti ég við stóra eininn minn og Hegginn sem eru hér við ljósastaur og utan um setti ég einn af hringjunum sem ég keypti í Set í fyrra. 

Ég hef nú alltaf kallað þessa Risavalmúa en svo heitir hún Tyrkjasól. Setti hana í beðið hjá Hansarós og Vestmannaeyjabaldursbrá og þekjujurtin þar er skriðrifs sem er að koma vel út þetta sumar

Breiðumispilinn setti ég í einn hringinn við fyrsta ljósastaurinn hér við stéttina. Spennandi að sjá hvernig honum gengur í vetur. Núna er hann með rauðum berjum og hvítum blómum, rosalega fallegur

Piparmyntu á ég nú þegar, hún skríður um allt við trékassann þar sem ég set úrgang. Búin að þurrka smá af henni til að nota í te í vetur. Tók þessa mynd til að sjá upplýsingar

Fékk smá af þessum hjá Siggu á Hrauni áðan. Hann heitir Urðarhnoðri eftir því sem fólk á FB síðunni segir. Rosa flott þar sem hún þakti grjótið og var rauð í graskantinum. Eg setti hana við hliðið við stóra grjótið. 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli