föstudagur, 18. október 2013

Minningargreinar

Hér eru minningargreinar um Þorfinn Tómasson 

Hér eru svo minningargreinar um Magneu Guðmundsdóttur

Vilborg Þorfinnsdóttir elsta dóttir þeirra er látin. Hér eru minningargreinar um hana. 

Grein í mbl frá 2005

Hér segir Þorfinnur frá byggingu hússins að Ártúni 11 sem hann nefndi Brúarland. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1022158/

fimmtudagur, 2. maí 2013

klippi klipp

Í síðustu viku söguðum við niður Hreggstaðavíði bak við hús, hann var að lemja húsið og þakið og því ekki heppilegur svona stór.

Ég klippti svo Gullregnið götumegin í dag, greinar sem voru of lágt fyrir bílaumferð. Svo klippti ég tvær plöntur við fánastöngina sem ég veit ekkkert hvað heita eða hvað á að gera við þær. Alla vega þá klippti ég þær alveg niður.

Grænmetið mitt samtals 20 tegundir vex og vex og stutt í fyrstu uppskeru.

Vínviðurinn kominn með marga tugi af klösum og nú bíð ég spennt eftir að taka ofan af eplatrjánum.