sunnudagur, 28. júní 2015

Lífrænar varnir, stal af FB

Vilmundur Hansen 

Lífrænar varnir gegn skordýrum
Æskilegt er að hafa gróðurinn í garðinum sem fjölbreyttastan til að koma í veg fyrir mikla fjölgun ákveðinna skordýrategunda. Forðast má að nota plöntur sem meindýrin sækjast í. 
Í lífrænni ræktun er skiptirækt talin ein 
af forsendum farsællar grósku. Skiptiræktun er stunduð vegna þess að matjurtirnar eru misþurftafrekar á næringarefnin í jarðveginum. Hún varnar því einnig að skordýr nái að festa sig í sessi þegar tegundir sem þau sækjast í eru fluttar til.
Til eru margs konar uppskriftir að lífrænu skordýraeitri sem brotnar fljótt niður og hefur ekki langtímaáhrif í jarðvegi. 

Sápa og sódavatn
0,8 lítrar vatn
0,1 lítri sódavatn
0,1 lítri græn- eða brúnsápa
Sápan er leyst upp í vatninu og sódavatninu bætt út í síðast. Hellt í brúsa og úðað yfir plönturnar. 

Rauðspritt og parafínolía
1 lítri vatn
0,1 lítri parafínolía
1 teskeið rauðspritt
Olíunni og rauðsprittinu hrært saman við vatnið og úðað yfir plönturnar.

Rabarbarablöð
10 til 12 blöð af rabarbara
4 matskeiðar grænsápa eða önnur vistvæn sápa
5 lítrar af vatni
Blöðin eru soðin í vatni í lokuðum potti við vægan hita í þrjár klukkustundir. Að því loknu eru mauksoðin blöðin síuð frá, sápunni blandað í heitan vökvann og hrært í þar til sápan leysist upp. Síðan er vökvinn látinn kólna áður en honum er úðað yfir plönturnar. Yfirleitt þarf að úða nokkrum sinnum meðan á maðkatímabilinu stendur til að ná góðum árangri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli