laugardagur, 2. maí 2015

Eplatrén okkar 2012

Keyptum tvö tré hjá Ingibjörgu. 


Transparent Blanche

Meðalstórt tré með greinar sem standa frekar beint út frá trénu.  Hálfsjálffrjóvgandi og er góð frjósort með mörgum öðrum tegundum. Getur þroskað aldin sjálft, en er betra með öðru yrki. Eplin eru gulgræn og sögð góð í eplamús og fleira.  Gamalt yrki sem hefur frá 1850 farið um alla Skandinavíu og víðar.  Sumarepli.  Grunnstofn Antonovka
Nokkuð harðgert yrki frá Rússlandi. Góður frjógjafi. Meðalstór gul aldin þroskast í september. Safaríkt með sætsúru bragði. 

Eva Lotta
Auðvelt tré í ræktun, en best er að velja sólríkan og skjólgóðan stað til að fá meiri uppskeru. Eplin eru gul með rauðu og þroskast í október. Safarík og bragðgóð epli sem er auðvelt að tína af trénu þegar þau eru tilbúin til átu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli