föstudagur, 1. maí 2015

Nytjajurtir

Alltaf gaman að safna saman listum um hitt og þetta fróðlegt. Hér eru íslenskar nytjajurtir

Vinsælustu jurtirnar á Íslandi eru: vallhumall, ætihvönn, mjaðurt, fjallagrös, smári, blóðberg, baldursbrá, klóelfting og maríustakkur. Skoðum af hverju?

Arfinn: Fyrsti arfinn sem kemur upp á vorin er c-vítamínríkastur. Það eru margar arfategundir til en hjartaarfinn sem er í beðum og kartöflugörðum getur stöðvað blæðingar innvortis sem útvortis og herpir saman æðarnar. Hann styrkir þvagfæraslímhúð og er þvagdrífandi.
Blóðbergið: er sýkladrepandi og slímlosandi. Mikið notað í flensu. Það dregur úr vindverkjum og er líka afbragðs kryddjurt og er þekkt undir heitinu Timian.
Birki er notað gegn allslags gigt og er einkum góð ef nýrun starfa ekki sem skyldi. Það er einnig gott gegn exemi. Best er að týna það fyrri part sumars.
Ætihvönnin er afar gagnleg þegar menn eru að ná sér eftir veikindi, hafa takmarkaða matarlyst og erfiðar hægðir. Styrkir meltingu og vermir. Best er að safna blöðunum á haustin, rótum á sumrin og fræjum þegar þau eru fullþroskuð.
Víðirinn er mögnuð planta, inniheldur salisýlöt sem eru virku efnin í magnýl og hefur svipuð áhrif. Hann er hita- og verkjastillandi og dregur úr bólgum.
Fífillinn er mest notaður sem lækningajurt hér á landi. Hann dregur úr bjúg, styrkir lifur og galblöðru. Hann er talinn vera gagnlegur við svefnleysi og þunglyndi. Fíflamjólk er góð gegn vörtum og líkþornum. Fífilinn skal tína áður en hann blómgast.
Njóli í smyrslformi er góður gegn húðertingu og brunasárum og líka á sár sem gróa illa og ígerð jafnvel komin í. 
Afeitrun: Kolbrún grasalæknir gerir afeitrunarblöndu sem hún kallar Suttungamjöð. Jurtirnar styðja lifur, nýru og sogæðakerfi og mælir hún með að hann sé drukkinn í mánuð og þá er hann settur út í soðið vatn. Þá er drykkurinn nk. vorhreinsidrykkur. Flestir mega drekka þennan mjöð nema ekki óléttar konur. Kolbrún segir að einnig megi nota íslenskan þara í duftformi út í bað og sé vatnið heitt dregur þarinn eiturefnin úr líkamanum auk þess að gefa mikið af steinefnum til baka svo maður eflist allur. Þetta líkist helst sjóbaði. Einnig er hægt að setja salt út í baðið og það hefur sömu áhrif. Kolbrún grasalæknir ráðleggur fólki að setja 2-3 msk af þaranum út í baðið og hún segir að þarabað sé gott þegar maður kemur heim þreyttur og þvældur, þarf að gera eitthvað um kvöldið en nennir því ekki. Þarabaðið frískar upp svo mann langar frekar út. Þarinn ku vera góður fyrir liðvandamál sem er afleiðing slælegs hreinsikerfis.
Allir ungir sem aldnir, mjög veikir og óléttar konur geta notað brenninetluna sem er ákaflega blóðhreinsandi.
Heimildir: (Arnbjörg L. Jóhannsdóttir: íslenskar lækningajurtir og Björn L. Jónsson: Íslenskar lækninga- og drykkjarjurtir)
(Tryggvi/ fréttablaðið 11.7.06).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli