mánudagur, 13. apríl 2015
Blaðlús á kryddjurtum, hvað er til ráða?
V
ilmundur Hansen ráðleggur eftirfarandi:
Notkun eiturefna ætti að vera alger nauðvörn og er í flestum tilfellum ónauðsynleg.
Sápa og sódavatn
0,8 lítrar vatn
0,1 lítri sódavatn
0,1 lítri græn- eða brúnsápa
Sápan er leyst upp í vatninu og sódavatninu bætt út í síðast. Hellt í brúsa og úðað yfir plönturnar.
Rauðspritt og parafínolía
1 lítri vatn
0,1 lítri parafínolía
1 teskeið rauðspritt
Olíunni og rauðsprittinu hrært saman við vatnið og úðað yfir plönturnar.
Rabarbarablöð
10 til 12 blöð af rabarbara
4 matskeiðar grænsápa eða önnur vistvæn sápa
5 lítrar af vatni
Blöðin eru soðin í vatni í lokuðum potti við vægan hita í þrjár klukkustundir. Að því loknu eru mauksoðin blöðin síuð frá, sápunni blandað í heitan vökvann og hrært í þar til sápan leysist upp. Síðan er vökvinn látinn kólna áður en honum er úðað yfir plönturnar. Yfirleitt þarf að úða nokkrum sinnum meðan á maðkatímabilinu stendur til að ná góðum árangri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Nýrri færsla
Eldri færslur
Heim
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli