laugardagur, 2. maí 2015

2.maí


Svitaslöngur komnar í beðin
 Lúsugu rósinni hent út og settur ræfilslegur Sypris í staðinn

 Blæjuberin myndast hvert af öðru

 Blæjuberjaplantan er hjá vínviðnum

 Vínviðurinn kemur með mikið af berjum þetta árið
 Man ekki hvað þetta sígræna skraut heitir

 Keyptum tvær tómataplöntur í Garðheimum um daginn

 Þær eru mjög duglegar

 Hindberja/brómberjaplantan sem Heiðrún Huld gaf okkur, lítil og ræfilsleg ennþá

 Sama planta, annað sjónarhorn

 Gestur setti niður sítrónusteina og plantan er mjög dugleg. Ég setti aðra af sömu tegund við hliðina í dag ef ske kynni að einhvern tíman gerist eitthvað þá eru þær alla vega tvær 

 Svakalegir broddar á henni

 Eplasteinn var setttur niður og upp spratt þessi flotta planta. Setti aðra við hliðina í dag ef ske kynni að þær vildu mynda aldin í fyllingu tímans. Maður veit aldrei hvað gerist í framtíðinni

 Blöðin á eplatrénu sem kom frá leikskólanum við ströndina

 Stevían lifir þriðja árið sitt, er í botnlausum potti

 Þessi planta óx upp af avokadó steini. Búin að klippa blöðin af því ranabjallan hefur étið þau svo illa

 Var að færa plöntuna og hér er helmingur steinsins sem hún spratt upp af

 Goji berjaplanta sem Heiðrún gaf okkur

 Svitaslangan byrjuð að virka og vifta með hitastilli komin í gang

Séð yfir vinstri hliðina

Vínberin að mótast

Vínviðurinn okkar

Sítrónutréð og vaxblóm frá Háeyrinni. Nýja viftan fyrir aftan plöntuna

 Sítrónutré, vaxblóm og eplatré

Arelíubróðir og Bergflétta

Hindberja/brómberjaplantan og svitaslangan

Þetta grænkál hefur gefið af sér í þrjú ár. Vissi ekki að það væri fjölært

Tómataplanta

Fleiri tómatar á leiðinni, muna að frjóvga með því að snerta og hrista reglulega

Blæjuberin að mótast hvert á fætur öðru

Þegar hýðið sölnar eru berin fullþroskuð

Blómin á blæjuberjaplöntunni

Skriðrifs í vatni á að fylla beðin og gefa bragðgóð ber í framtíðinni

Hersla fyrir sumarið. Fremst eru bláar kartöflur, svo salat og sumarblóm

 Búið að sópa og þrífa og taka inn jurtirnar, kvöldið kemur og þá kólnar mikið

Hornið með vínvið og blæjuberjasamfélagi

Prófa aftur að setja niður frá sem kona í Innigörðum gaf mér

Setti þau í mold í dag og plast yfir, hengt upp svo ég gleymi því ekki

Karlinn glaður eftir gott dagsverk

Kerlan ekki síður sæl og nú er hægt að bjóða þér í kaffi

Ljúfa líka voða sátt með þetta. Nú þarf að bera á húsgögnin og setja nýja spýtu á hlaðna vegginn


Þreyttur eftir annasaman dag. Líka búinn að þrífa pabba síns bíl og gera við plastkassa Þóru og svo dytta að hinu og þessu

Sáttur og sæll, nú förum við á Stokkseyri í saltfisk og alles. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli