miðvikudagur, 4. maí 2016

Frúarlykill/Árikla



Frúarlykill eða öðru nafni Árikla, Primula x auricula. Spennandi garðjurt með langa og spennandi sögu. Ótal tilbrigði eru til og áriklur voru í tísku meðal heldrafólks á hinum sk. viktoríutíma í Bretlandi. Menn kepptust við að safna, eiga eða búa til sem flest og fjölbreyttust afbrigði. Síðan voru settar upp sérstakar "áriklusýningar" í sérstökum "áriklu-leikhúsum" þar sem áriklunum var raðað upp til sýnis - sérhver planta í sínum potti. Þetta gaf linnulaust umræðuefni í teboðunum - svo að ekki þurfti að takast á við alvarlegri málefni - eins og til dæmis hungur, ómergð og ójafnrétti! -

Engin ummæli:

Skrifa ummæli