þriðjudagur, 30. júní 2015
Dagstjarna
Þessa á ég í miklum mæli í ruslagarðinum mínum. Hér er hægt að lesa um þessa elsku sem ég ætla að nota til að hylja beðin.
Brúarland í lok júní 2015
Smá sýning á þekktum og óþekktum nágrönnum okkar hér í Brúarlandi
Rósirnar eru taldar frá vinstri: 2 x Rosa (R) F.J.Grootendorst A KW
2 x rósir úr gróðurhúsinu sem ég þekki ekki.
Í bláa pottinu er svo Klettarós sem sáði sér um allt og ég upprætti úr beði
Hádegisblóm sem ég sáði til í vor
Baunatré
Stóriburkni sem má skipta í fjóra eftir því sem Ingibjörg sagði mér
Einir vinstra megin og ég held Heggur?
Lindifura
Dvergfura
Snjóberjarunni
Heggur?
Hér er beð sem við Bjarri settum saman í fyrra. Þar er Hóffífill, Einir, Geitaskegg, Úlfareynir, Dvergfura og svo er einhver þekjujurt að skríða úr garðinum við hliðina og ég ætla að láta hana vera. Setti um daginn 21.7. blóðberg og tvær þrílitar fjólur í beðið og svo er þarna smávaxinn runni frá Siggu og Guðmundi Halldórssyni fremst til vinstri. Hann er mjög fallegur en þarf vetrarskjól.
Er ánægð með hvernig til tókst með þennan stein. Ofan á honum er eitthvað fjölært með gulum blómum, líklega gullmura. Framar á steininu er blákolla. Á hliðinni er vaxinn upp Stikilsberjaplanta og burkni. Skemmtilegur villigarður sem þarna óx upp
Burnirót og Fjallarifs en það klipptir ég alveg niður í fyrrahaust.
Klippti allt fjallarifsið niður síðasta haust 2014
Maríustakkur
Vestmannaeyjabaldursbrá
Skriðrifs
Þetta gráa heitir Dílatvítönn en veit ekki hvað hitt heitir. Það blómstrar á haustin, laukar og kemur frá Siggu konu Guðm. Halldórssonar
Veit ekki hvað þessi runni heitir en hann blómstraði í fyrra gulum ilmandi blómum og lyktin minnti á gamla ameríska tyggjóið sem maður tuggði sem unglingur.
Hansarós fyrir aftan og Runnamura fyrir framan. Það er svo Völudepla sem þekur beðið. Hún er smávaxin blá og dreifir sér vel sem þekjuplanta
Betri mynd af Völudeplu
Birkikvistur og Maríustakkur sem þekur beðið og svo aftarlega til hægri er einhver kvistur sem ekki er komið nafn á
Bóndarós og hún er afskaplega sein núna eins og reyndar allt annað
Jarðarberjaplöntur fékk ég á Kleppjárnsreykjum og þær færði ég í fiskikör um miðjan júlí þó þær væru farnar að mynda ber. Ætla mér að breiða net yfir þær svo fuglarnir eti ekki berin frá mér og vonandi komast sniglarnir ekki upp í karið.
Nýja gróðurhúsið og fyrir framan eru tvö Eplatré
Vinstra megin er Transparente Blanche og svo hún Eva Lotta til hægri. Þau fóru mjög illa í vetur
Fjallagullregn sem er mitt flottasta tré
Reyniviður sem ég setti niður fyrir neðan gróðurhúsið sumarið 2012
Hlynur sem ég setti niður sumarið 2012
Hlynur er mitt uppáhaldstré og virðist afar ánægður þarna
Við höfum kurlað allt sem til fellur og sett í beðin.
Hér er Fjallarifsið að koma til aftur
Valmúinn sáir sér talsvert en ég ætla einmitt að nota hann sem þekjuplöntu. Á reyndar bara appelsínugulan en ætla að reyna að fá mér fleiri liti
Niður við bílskúr er greni sem ég held að við fellum. Það er svo lítið í það varið.
Á horninu er Reynir sem ég hef klippt freklega niður og ætla að halda áfram að gera það.
Fjallarifsið að koma til og bak við grenistofninn er Rhododendron, sígræn lyngrós sem fór ansi illa í vetur þrátt fyrir skjólkassa. Hann fauk af í vetur og þá skaðaðist hún. Hún kom samt með fullt af knúmpum í sumar þessi elska en blöðin illa farin. Það er samt heilmikill vöxtur í henni.
Hér sést hvað Grenitréð er gisið og leiðinlegt.
Rhododendron eða Lyngrós. Þegar við fluttum í Brúarland þá var hún búin að vera í kassa í nokkur ár og óx þar ferköntuð. Hún er ótrúlega seig að hafa lifað af síðasta vetur.
Fremst eru Reynir og Hlynur sem ég setti niður2012.
Fjallagullregið fyrir ofan og svo Grenitré
Fremst eru Hlynur og Silfurreynir sem voru sett niður ca 2012.
Ofan við gróðurhúsið er tré sem ég er mikið að spá í að fella. Veit ekki hvað það heitir. Snjóberjarunnar orðnir allt of miklir og sjást hér lengst til hægri
Snjóberjarunnar vinstra megin og Hindberjarunnar hægra megin við inngang í það sem einu sinni var matjurtagarður en nú er þar allt í rúst, Fíflar, njólar, Kerfill og allt mögulegt annað. Er að spá í að setja þarna kofa sem hægt væri að geyma verkfæri í og jafnvel hýsa gestina mína.
Ég hélt þetta væri hindberjarunnar en nú hefur mér verið tjáð að þetta séu laxaber. Svolítið spæld yfir þessu en þá er bara að finna sér hindberjaplöntur.
Uppgötvuðum ekki að þarna væru þessir runnar fyrr en í fyrravor því þeir voru á kafi í Snjóberjarunnum. Ég tók því handklippur og klippti Snjóberjarunnana frá og leyfði þessum að vaxa.
Ég er með allt mögulegt í uppeldi hérna.
Jarðarber, fíflar, Sigurskúfur, Njóli. Allt í bland og ég ræð ekki neitt við neitt
Uppeldi á Hindberjarunnum sem ég ætla að setja niður við götuna, innan við Fjallarifsið
Jarðarber í fiskikari og moltudallurinn góði. Rabbabarinn er að spretta úr sér
Myntan er öflug og yndisleg lykt af henni. Góð í te
Hryllingurinn í garðinum hjá Svöfu og Þórhalls húsi, Kerfill æðir þar um allt og enginn íbúi í húsinu. Steini búinn að tala við sveitarfélagið en ekkert gerist. Þeir mega ekki gefa upp hver á húsið, svo skrítið sem það er nú en þóttust ætla að tala við eigendur. Nú þegar þessu er bætt við er júlí að klárast og kerfillinn að sá sér um allt hjá mér.
Ég klippti hann vel niður í vikunni svo hann sáði sér ekki meira. Spurði á Facebook vefnum hvað væri til ráða og einn ráðlagði mér Herbamix á hann, njólann, fífla, sóleyjar. Eyðir ekki öllu eins og Roundup. Ætla að prófa þetta í dag
Meðan Kerfillinn æðir hér yfir þá er þetta vonlaust verk hjá mér
Jarðarberjastöpull. Planið er að setja þau í rennur, hillur og koma þeim frá jörðinni.
Er búin að setja þau í alls kyns fötur og potta og þau bíða aðgerða
Njóli og fíflar verða líka spreyjuð með Herbamix í dag
Sigurskúfurinn æðir líka hér um allt og verður eitraður í dag
Ljúfa spókar sig í sólinni og lætur illgresið ekki skemma sumarskapið
Hér lendir alls kyns drasl úr garðinum og seinna notað í beðin
Hér eru Hindberjaplöntur í uppeldi og hægra megin graslaukur
Hér sáði ég gulrótum í vor en ekkert kom upp. Færði í þessa kassa jarðaberjaplöntur um miðjan júlí
Jarðaberjablómin lofa góðri uppskeru
Þetta er óyfirstíganlegt að sjá en þetta keeeeeeeeeeeeeemur
Í garðinum við Kela hús æðir svo störið um allt og Ingibjörg sagði mér að eina ráðið væri að reka niður járngirðingu eða steypa vegg til að losna við þetta. Fremst liggur svo ösp sem var söguð niður 2014 og á að nýtast í eitthvað til dæmis skraut í beð
Bak við hús er draumurinn að setja pall og heitan pott því þar er ekki mikil sól
Þarna í grasinu leynist Mjaðurt
Elfting, stör og fíflar eru við hliðina á milli númer 9 og 11. Mikil órækt. Held að þarna ætti maður að setja stétt til að geta gengið þarna
Burknar í númer 9 farnir að sá sér og birkið á milli húsanna hefur tekið vel við sér eftir að ég klippti það mikið niður sumarið 2013
Grenið mitt er orðið ansi stórt og skapar skugga á lóðina
Hér sést grenið frá númar 9 og Hvítbirkið að hluta
Hvítbirkið sómir sér vel þarna neðan við húsið okkar
Þá er ég komin hringinn.
Blæjuberjaplöntur gefa ber í hundraðatali. Setti niður blæjuber haustið 2013
Hér sést ber við ber
Keypti nokkrar Morgunfrúr og ætla að setja í potta
Freistaðist líka til að kaupa Cyprus því hinn varð ónýtur. Hann var svo ódýr, kostaði sama og Morgunfrúrnar tíu
Sítrónutréð frá Gesti sómir sér vel innst í gróðurhúsinu
Eplatré sem ég rændi frá ströndinni þegar ég var send heim
Hér rækta ég Bergfléttu og leyfi henni að skreyta vegginn
Stofublóm sem ég setti út í gróðurhúsið fyrir mögrum árum. Árelíubróðir held ég það heiti
Trönuberja og Hindberjablanda sem Heiðrún Huld gaf mér
Vínviðurinn ætlar að koma með mikið af berjum í haust
Setti niður fræ úr Kiwi í vor og þetta er útkoman. Í lok júlí plantaði ég út 8 stykkjum hægra megin við útidyr gróðurhússins og ætla að sjá til hvað gerist.
Þessi vínviður hefur aldrei komið með ber, er önnur tegund, lússækinn og með dekkri blöð
Goji berjarunni sem Heiðrún Huld gaf mér. Lússækinn með afbrigðum og allur að fölna.
Keypti tvær tómatplöntur í Garðheimum í vor. Stórir en fáir tómatar. Önnur orðin voða drusluleg, Enginn áburður gefinn í vor og kannski er það ástæðan fyrir depurð þeirra
Jarðaberjaplöntur meðfram öllu gróðurhúsinu. Skjólgott og hlýtt
Hansarós er mikið uppáhald hjá mér. Ekki almennilega laufguð ennþá
Man ekki hvað þessi runni heitir. Gul blóm og lykt eins og af gulu Amerísku tyggjói í gamla daga
Gultoppur hér fremst. Hefur aldrei blómstrað fyrr en í sumar. Hefur alltaf verið freklega klipptur hjá mér og það er kannski ástæðan. Hann var svo úr sér vaxinn 2011 þegar fyrir byrjuðum garðvinnuna. Þetta er því fjórða sumarið okkar í þessum garði.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)