Í síðustu viku söguðum við niður Hreggstaðavíði bak við hús, hann var að lemja húsið og þakið og því ekki heppilegur svona stór.
Ég klippti svo Gullregnið götumegin í dag, greinar sem voru of lágt fyrir bílaumferð. Svo klippti ég tvær plöntur við fánastöngina sem ég veit ekkkert hvað heita eða hvað á að gera við þær. Alla vega þá klippti ég þær alveg niður.
Grænmetið mitt samtals 20 tegundir vex og vex og stutt í fyrstu uppskeru.
Vínviðurinn kominn með marga tugi af klösum og nú bíð ég spennt eftir að taka ofan af eplatrjánum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli