Sumarverkin að baki og haustverkin líka og ég hef ekkert skráð hérna. Sumarið var yndislegt og við bættum ýmsum jurtum við í garðinum okkar. Tvö eplatré
Transparent Blance , sjá mynd
hérna og
Eva Lotta bættust við í skjóli við gróðurhúsið.
Garðahlynur, Silfurreynir og Ilmreynir. Svo keyptum við líka þrjár sígrænar plöntur og settum meðfram gangstéttinni. Það eru
Lindifura og
Fjallaþöll, tvær þannig og ein fura. Ég náði mér í litla Eik í Danaveldi og hún lifði af flutninginn heim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli