sunnudagur, 22. júní 2014

Lífrænar varnir

Líklega kominn tími til að birta þetta aftur vegna skordýra umræðunnar.
Lífrænar varnir
Sápa og sódavatn
0,8 lítrar vatn
0,1 lítri sódavatn
0,1 lítri græn- eða brúnsápa
Sápan er leyst upp í vatninu og sódavatninu bætt út í síðast. Hellt í brúsa og úðað yfir plönturnar.
Rauðspritt og parafínolía
1 lítri vatn
0,1 lítri parafínolía
1 teskeið rauðspritt
Olíunni og rauðsprittinu hrært saman við vatnið og úðað yfir plönturnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli